Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

03.07.2018 10:53

Tveir frá Tersan

Hér koma myndir af tveim nýjum og glæsilegum togurum sem smíðaðir voru í sömu skipasmíðastöð í Tyrklandi.

Ég var búinn að birta myndir af þeim saman sem sýndu bakborðshliðina en núr er það stjórnborðshliðin sem fær að njóta sín.

Efri myndin sýnir Sólbergi ÓF 1 og var hún tekin þegar skipið kom nýtt til landsins.

Á neðri myndinni er grænlenski togarinn Svend C en hana tók ég á dögunum.

Eins og komið hefur fram var Svend C afhentur eigendum sínum í desember 2016 en Sólbergið kom til landsins í maí 2017.

Þessi glæsilegu fley eru hönnuð af fyrirtækinu Skipsteknisk í Noregi og smíðuð í Tersanskipasmíðastöðinni rétt hjá Istanbúl. 

Sólberg er með smíðanúmer 1065 og Svend C 1066.

Sólbergið er tæpir 80 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 bt. Sá gænlenski er tæpum þremur metrum lengri og 1,6 meter breiðari og alls 4.916 bt. að stærð.

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

OWZD. Svend C GR-6-23. © Hafþór Hreiðarsson 2018.
Flettingar í dag: 1551
Gestir í dag: 248
Flettingar í gær: 1056
Gestir í gær: 221
Samtals flettingar: 9114445
Samtals gestir: 1975197
Tölur uppfærðar: 23.4.2019 20:55:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is