Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

28.06.2018 12:05

Freymundur ÓF 6

Þessa mynd tók ég á Ólafsfirði fyrir nokkur en hún sýnir Freymund ÓF 6 nýskveraðann og flottan í miðbæ Ólafsfjarðar.

Kristján Nói Kristjánsson bátasmiður á Akureyri smíðaði Freymund fyrir Magnús J. Guðmundsson Ólafsfirði og syni hans Sigurð og Júlíus Magnússyni.

Á vef Árna Björns Árnasonar, aba.is, segir m.a:

Afturbyggður súðbyrðingur með kappa. Stærð 3,87 brl. Smíðaár 1954. Fura og eik.
Upphaflega vélin í bátnum var 16 ha. Lister, sem var í honum fyrstu 12 árin. Næsta var sett í bátinn 28 ha. Volvo Penta og var hún í bátnum fram til ársins 1980 en þá var henni skipt út fyrir 22 ha. SABB og er sú vél enn í bátnum árið 2014.
Báturinn var smíðaður fyrir Magnús J. Guðmundsson, Ólafsfirði og syni hans þá Sigurð og Júlíus Magnússyni, Ólafsfirði. 
Eftir lát Magnúsar áttu þeir bræður bátinn saman en eftir lát Sigurðar þá hefur Júlíus Magnússon átt bátinn einn og á enn árið 2014, en í gegnum eignarhaldsfélagið Freymund ehf. Ólafsfirði frá árinu 2002.
Bátnum hefur alla tíð verið sérstaklega vel við haldið en aldur hans spannar nú 60 ár. 
Árið 1997 var báturinn endurbyggður af skipasmiðunum Gunnlaugi Traustasyni og Sigurði Lárussyni. Endurbyggingin fólst í að sauma bátinn upp og endurnýja á hluta banda og byrðingsborða. Ný skjólborð voru smíðuð á bátinn og hvalbakur lagfærður. 
Freymundur ÓF-6 var afskráður 29. janúar 2014 og er nafn hans og einkennisstafir nú  komnir á annan bát. 

Freymundur sá sem sagt er frá í restina er í eigu Árna Helgasonar ehf. og spurning hvort hann það fyrirtæki hafi látið skvera gamla Freymund upp og koma honum þarna fyrir.

5313. Freymundur ÓF 6. © Hafþór Hreiðarsson 2018.
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396227
Samtals gestir: 2007521
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 20:31:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is