Freyja"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.04.2018 21:59

Freyja

Hér birtist mynd Margeirs Margeirssonar af Freyju GK 364 koma að landi. 

Freyja hét upphaflega Ólafur Sóliman KE 3 og síðar Pólstjarnann KE 3 eftir að Sjöstjarnan h/f í Njarðvík keypti bátinn af Ólafi S. Lárussyni hf. í Keflavík árið 1978.

Í maí 1980 kaupa Halldór Þórðarson og Ingi F. Gunnarsson bátinn og nefna Freyju GK 364 með heimahöfn í Garði.

 

Báturinn var smíðaður á ísafirði 1972 og í 8. tbl. Ægis það ár birtist eftirfarandi:

Í febrúar mánuði síðastliðnum var sjósett nýtt 120 brl. stálfiskiskip hjá Skipasmíðastöð M. Bernhardssonar hf. Ísafirði fyrir Ólaf, S. Lárusson hf. Keflavík og hlaut það nafnið Ólafur Sólimann KE 3. 

Skipið er teiknað af Ágústi Sigurðssyni og smíðað undir eftirliti Siglingamálastofnunarinnar og sérstaklega styrkt fyrir siglingar í ís. 

Mesta lengd skipsins er 28,60 m., breidd 6,70 m. og dýpt 3.35 m. Aðalvélin er Wichmann 6 DMG, 600 hö og tvær hjálparvélar af Buhk gerð 84 hö hvor. 

Skipið er búið fullkomnustu siglinga- og fiskleitartækjum svo sem: 

Simrad Asdic 580-5,
Simrad dýptarmæli,
Kelvin Huges radar, 64 mílna,
Kodan KS, 321-Va miðunarstöð,
Sharp, sjálfstýringu,
Linklin, neyðarsendi,
Sendi- og móttökutæki af Sailor 56D gerð og sendir 1000 w.
Auk þess er í bátum örbylgjutæki og fjölbylgjutæki.
Skipið er búið 12 tonna togvindu og 2 1/2 tonna línuvindu frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar. 

Á skipið var settur sérstakur „skrúfuhringur", sem nýfarið er að setja í íslenzk fiskiskip, en skrúfuhringur þessi er sagður auka togkraft skipsins um 20—25%. 

Ennfremur er skipið búið sjónvarpi og útvarpi og hátalarakerf i um allt skip. 

Skipstjóri er Arinbjörn Ólafsson, Keflavík. 

Freyja var seld úr landi árið 1994, nánar tiltekið til Írlands.

1209. Freyja GK 364 ex Pólstjarnan KE. © Margeir Margeirsson. 

 

 

 

Flettingar í dag: 325
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399419
Samtals gestir: 2008150
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 06:09:24
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is