Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.04.2018 16:00

Húsvíkingar mættust á toginu

Húsvíkingurinn Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi mér þessa mynd sem hann tók af Normu Mary í dag. Þarna mættust tveir Húsvíkingar á toginu í Barentshafinu en Olgeir Sigurðsson, sem er stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Normu Mary, var þar í brúnni.

Norma Mary stundar rækjuveiðar nú um stundir en Reval Viking er eingöngu gerður út á rækju.

Norma Mary var smíðuð 1989 og hefur áður borið nöfnin Ocean Castle, Napoleon og Fríðborg áður en hún fékk núverandi nafn.

Norma Mary var lengd 2011 og er nú 72 metrara að lengd. Breiddin er 13 metrar og hún mælist 2342 GT að stærð.

Norma Mary er með heimahöfn í Hull.

2dfr3. Norma Mary H 11 ex Fríðborg. © Eiríkur Sigurðsson 2018.
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399307
Samtals gestir: 2008136
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 04:36:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is