Ragnar Alfreðs"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

21.04.2018 23:05

Ragnar Alfreðs

Jón Steinar tók þessa mynd af Ragnari Alfreðs GK 183 koma til hafnar í Grindavík í dag.

Ragnar Alfreð hét í upphafi Sif ÍS 90 og var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd 1978. 

Í 8. tbl. Ægis það ár segir m.a:

 7. maí s.l. afhenti Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar h.f. á Skagaströnd 15 rúmlesta (36 feta) fiskiskip úr trefjaplasti, smíðanúmer 13, sem hlotið hefur nafnið Sif ÍS 90. Sif ÍS er þriðja fiskiskipið úr trefjaplasti, sem stöðin afhendir, en fyrstu tvö skipin voru afhent á s.l. ári, þ.e- Anný HU 3, 36 feta gerð (sjá 20. tbl. 1977) og Sindri RE 46, 28 feta gerð.

Hliðstætt fyrri skipunum tveimur þá var skipsbolur þessarar nýsmíðar, ásamt stýrishúsi, keyptur frá fyrirtækinu Halmatic Ltd. í Skotlandi, en smíðinni síðan lokið hjá stöðinni, innréttingar, niðursetning á véla- og tækjabúnaði og frágangur. Sif ÍS er af 36 feta gerð eins og Anný HU en sú breyting hefur verið gerð að dýpt að þilfari hefur verið aukin um 25 cm.

Sif ÍS er í eigu Bjarna H. Ásgrímssonar sem jafnframt er skipstjóri, og Eiríks Sigurðssonar Suðureyri.

 

Það er Kussungur ehf. sem gerir út Ragnar Alfreðs íi dga og er heimahöfnin í Garði.

 

1511. Ragnar Alfreðs GK 183 ex HU. © Jón Steinar 2018.
Flettingar í dag: 285
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399379
Samtals gestir: 2008146
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 05:39:04
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is