Vöruflutningaferjan Mykines er hér á mynd sem Steinólfur Guðmundsson flutningabílstjóri tók í Þorlákshöfn.
Mykines var smíðað 1996 og er í eigu Smyril - Line Cargo í Færeyjum. Það er tæplega 19.000 BT að stærð og hét áður Auto Baltic og sigldi undir finnsku flaggi.
Skipið hóf vikulegar siglingar fyrir rúmu ári milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi.
 |
Mykines í Þorlákshöfn. © Steinó 2018. |
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson