Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.02.2018 00:28

Gústi í Papey

Rækjubáturinn Gústi í Papey SF 88 að koma til hafnar á Húsavík um árið.

Sigrún ÍS 900. Hann var fyrst í eigu Theodórs Nordquist og Svavars Péturssonar og síðar Ásrúnar hf. á Ísafirði. Hann var smíðaður í Finnlandi 1979 en keyptur hingað til lands 1986.

Báturinn var seldur til Ólafsvíkur og fékk nafnið Geir SH 217. 1994 var hann seldur til Hafnar í Hornafirði þar sem hann fékk nafnið Gústi í Papey Sf 88.

DV sagði svo frá þann 5. febrúar 1994:

Togveiðiskipið Gústi í Papey SF 88 kom til Hafnar á dögunum. Eigendur eru Þorvarður Helgason og Jón Hafdal ásamt eiginkonum þeirra.

Það er Útgerðarfélagið Papós sem gerir skipið út og verður fyrst farið á fiskitroll en síðan á rækju og humar.

Gústi í Papey hét áður Geir SH197 og skipinu fylgdu 400 tonna þorskígildiskvóti. Þorvarður Helgason verður skipstjóri en til gamans má geta þess að skipið heitir eftir afa hans.

Gústi í Papey var seldur frá Höfn til Raufarhafnar 1995 en þar staldraði hann stutt við og seldur úr landi 1996.

1739. Gústi í Papey SF 88 ex Geir SH. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 636
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395277
Samtals gestir: 2007413
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 19:54:51
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is