Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.02.2018 12:17

Keflvíkingur

Hér koma myndir af Keflvíkingi KE 100 og eins af bátnum undir þeim nöfnum sem það bar. Keflvíkingur KE 100, hét hann frá 1964 til 1994. Því næst Bergur Vigfús GK 53 til ársins 1999 þegar hann fær nafnið Marta Ágústsdóttir GK 31. 2012 fær hann nafnið Þórsnes SH 109. Keflvíkingur var fyrstur í röð átján báta sem þjóðverjar smíðuðu fyrir íslendinga í Boizenburg á árunum 1964-1967. 

Faxi, blað Málfundafélagsins Faxa sagði svo frá komu Keflvíkings í desembermánuði 1964: 

S.l. fimmtudag, 3. des., kom til Keflavíkur nýr bátur, Keflvíkingur KE 100, sem smíðaður er í Boisenburg í Þýzkalandi. 

Keflvíkingur er 260 lestir að stærð með 660 hestafla Lister Blackstone dísilvél og 10 mílna ganghraða. Tvö Asdicfiskileitartæki eru í bátnum, svo og dýptarmælir og ratsjá af Kelvin Hughson gerð og öll fullkomnustu og nýjustu siglingartæki. Íbúðir eru fyrir 15 menn í eins og tveggja manna herbergjum. Til nýmælis má telja, að sérstakur vökvaknúinn gálgi er fyrir kraftblökkina, sem notuð er við síldveiðar, og er gálginn gerður af norsku Rappverksmiðjunum, sem smíða kraftblakkirnar. Á heimleið fékk Keflvíkingur mjög vont veður og varð að leita vars við Færeyjar, en í þessu veðri reyndist báturinn afburða góður í sjó að leggja. 

Eigendur þessa nýja Keflvíkings eru hlutafélagið Keflavík h.f. og skipstjórinn, Einar Guðmundsson, að nokkrum hluta 

Skipið býr sig nú til síldveiða í Faxaflóa eða annars staðar þar, sem síldin er. 

Faxi býður hið glæsilega skip velkomið í skipakost Keflvíkinga. 

Síðasta nafn bátsins var Þórsnes SH 109 eins og segir að ofan, reyndar skráð SH 198 eftir að því var lagt. Það fór í pottin í Ghent í Belgíu um mitt ár 2017.

Á þessum 53 árum sem skipið var í íslenska flotanum var heimahöfn þess allan tímann á Suðurnesjunum fyrir utan þessi síðustu fimm sem það var með heimahöfn í Stykkishólmi.

 

967. Keflvíkingur KE 100. © Gunnar Hallgrímsson.

 

967. Keflvíkingur KE 100. © Sigfús Jónsson.

 

967. Bergur Vigfús GK 53 ex Keflvíkingur KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

967. Marta Ágústsdóttir GK 31 ex Bergur Vigfús GK 53. © Hafþór 2004.

 

967. Marta Ágústsdóttir GK 14 ex GK 31. © Hafþór Hreiðarsson 2009. 

967. Þórsnes SH 109 lætur úr höfn á Íslandi í síðasta skipti. © ÓFÓ 2017.

 

 

Flettingar í dag: 562
Gestir í dag: 114
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395203
Samtals gestir: 2007408
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 18:47:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is