Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.01.2018 15:37

Höfðavík og Víkingur

Þessi mynd var tekin úr Akraborginni og sýnir skuttogarann Höfðavík AK 200 og nótaskipið Víking AK 100 við bryggju á Akranesi.

Höfðavík var upphaflega Óskar Magnússon AK 177 smíðaður í Slippstöðinni 1978. 

Dagur á Akureyri sagði frá sjósetningu togarans þann 14. desember 1977 og þar kom m.a þetta fram:

 

Laugardaginn 10. desember var sjósettur í Slippstöðinni hf. á Akureyri 490 lesta skuttogari, sem jafnframt er búinn til nótaveiða. 

Eigandi skipsins er Útgerðarfélag Vesturlands hf. og stærstu hluthafar Þórður Óskarsson og fleiri á Akranesi, og auk þeirra nokkrir Borgnesingar. 

Fyrir sjósetningu flutti Gunnar Ragnars forstjóri ræðu og óskaði nýjum eigendum heilla, en að því búnu gaf Halldóra Þórðardóttir skipinu nafnið „Óskar Magnússon AK 177".

Síðan rann skipið á örfáum andartökum til sjávar. 

Skipið er systurskip Guðmundar Jónssonar GK, en þó með allmörgum breytingum og endurbótum. Áætlað er að skipið verði afhent eigendum sínum snemma á næsta ári.

Skipið verður búið fullkomnum búnaði til veiða með botnvörpu, flotvörpu og nót. 

 

Höfðavík var síðar seld Langanesi hf. á Húsavík og hét Björg Jónsdóttir ÞH 321 og síðar Bjarni Sveinsson ÞH 322. Seldur til Noregs og hét þar Polynia Viking.

1508. Höfðavík AK 200 og 220. Víkingur AK 100. © Hafþór Hreiðarsson.

 

Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398676
Samtals gestir: 2008035
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 05:29:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is