Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.01.2018 15:49

Örfirisey farin aftur til veiða

Frystiogarinn Örfirisey RE er farinn aftur til veiða, nú í norsku lögsögunni, eftir óhapp sem varð í lok október sl. er skipið var að veiðum  í rússnesku lögsögunni í Barentshafi. Þá brotnaði skiptiteinn í skrúfu skipsins með þeim afleiðingum að draga varð Örfirisey til Svolvær í Norður-Noregi til viðgerðar. 

Frá þessu segir á heimasíðu HB Granda 20. janúar.

Að sögn Lofts Bjarna Gíslasonar, útgerðarstjóra frystiskipa HB Granda, þurfti að fá varahluti senda frá framleiðanda vegna bilunarinnar. Við blasti einnig einnig að skipið þyrfti að fara í hefðbundna klössun á árinu 2018 og því var ákveðið að klössunin færi fram samhliða viðgerðinni hjá Skarvik skipasmíðastöðinni í Svolvær.

,,Auk viðgerðarinnar á skrúfubúnaðnum var aðalvél og niðurfærslugír skipsins tekinn upp og því verki lauk nú í byrjun vikunnar. Örfirisey fór svo til veiða að nýju að kvöldi sl. miðvikudags og framundan er 40 daga veiðiferð. Ég reikna með því að togarinn komi heim að veiðiferð lokinnni og landi aflanum í Reykjavík,“ sagði Loftur Bjarni Gíslason. hbgrandi.is

ÖRFIRISEY BACK AT SEA

HB Grandi’s freezer trawler Örfirisey is back at sea in the Norwegian sector, following an incident while fishing in the Russian part of the Barents Sea in October last year.A control rod in the controllable pitch propeller failed, with the result that Örfirisey was towed to Svolvær in northern Norway for repairs.

According to the company’s freezer trawler operations manager Loftur Bjarni Gíslason, spare parts had to be sourced from the manufacturer before repairs could be carried out. With the prospect of the ship also being due for a scheduled maintenance layup in 2018, the decision was taken to carry out both the repair and scheduled maintenance at the Skarvik shipyard in Svolvær at the same time.

‘As well as the repairs to the propeller, the main engine and the reduction gear were both stripped down and checked, and that was complete at the beginning of the week. Örfirisey sailed on Wednesday and has a 40-day trip ahead. I expect the trawler to be back at the end of this trip to land its catch in Reykjavík,’ Loftur Bjarni Gíslason said.

2170. Örfirisey RE 4 ex Polarborg. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

 

Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398620
Samtals gestir: 2008034
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 05:07:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is