Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.12.2017 11:32

Súlnafell

Súlnafell ÞH 361 frá Þórshöfn kemur að bryggju á Akureyri en það var keypt til Þórshafnar 1987 frá Siglufirði.

Í Morgunblaðinu 29. september það ár mátti lesa frétt um kaupin. Þar sagði m.a.

Skjöldur SI 101 frá Siglufirði, sem nú hefur hlotið nafnið Súlnafell ÞH 361, verður afhentur nýjum eigendum sínum á mánudag. Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga keypti skipið af Ísafold hf. frá Siglufirði á 125 milljónir króna. Nýju eigendurnir yfirtaka eldri skuldir skipsins sem nemna um 90 milljónum króna og mismunurinn er tekinn út úr rekstri Stakfellsins, sem einnig er i eigu útgerðarfélagsins og breytt var í frystiskip í vor.

„Mikill styrr stóð út af breytingum Stakfellsins á sínum tíma á Þórshöfn og menn ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra. Hinsvegar er nú óhætt að segja að breytingarnar á Stakfellinu hafa gert kaupin á Skildi SI möguleg. Frá því að Stakfellið hóf veiðar þann 7. júní sl. sem frystiskip, er aflaverðmæti þess orðið 83 milljónir króna sem er fyllilega aflaverðmæti ísfiskskips á heilu ári," sagði Grétar Friðriksson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga í samtali við Morgunblaðið.

Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga er í 52% eigu Kaupfélags Langnesinga, 23% eigu Þórshafnarhrepps, 23% eigu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og 2% eigu Svalbarðs- og Sauðaneshreppa. Súlnafell hefur undanfarna daga verið í Slippstöð Akureyrar þar sem verið er að mála það og lagfæra. Búist er við að það verði komið til heimahafnar um næstu helgi. Skipið er 232 tonna stálskip, byggt í Noregi árið 1964, en endurbyggt á Siglufirði 1984. Það hefur 1.300 tonna kvóta og er skipinu ætlað að afla hráefnis fyrir Hraðfrystistöð Þórshafnar og Fiskiðju Raufarhafnar á meðan Stakfell verður alfarið rekið sem frystiskip.

KEA keypti síðan Súlnafellið í mars 1989 og varð það með tímanum EA 840. Spurning hvort þessi mynd sé tekin um það leyti.

 

978. Súlnafell ÞH 361 ex Skjöldur SI. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 396
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395037
Samtals gestir: 2007374
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 11:11:38
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is