Karelia"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.12.2017 20:04

Karelia

Hér liggur skuttogarinn Karelia við bryggju í Hafnarfirði árið 2002. Nánar tiltekið þann 27 en viku áður birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem sagði:

ÚTGERÐARFÉLGIÐ Stálskip hf. í Hafnarfirði hefur fest kaup á rússneska frystitogaranum Karelia af dótturfélagi Royal Greenland.

Skipið var byggt í Ørskov Christensens Staalskibsværft A/S í Danmörku árið 1998 og er 1.000 brúttólestir eða 1.500 brúttótonn, 58 metra langt og 13,5 metra breitt. Skipið er systurskip Sléttbaks EA sem Útgerðarfélag Akureyringa hf. keypti í marsmánuði. Skipið hefur hlotið nafnið Þór HF en Stálskip hefur áður gert út skip með sama nafni.

Fyrir gerir Stálskip út frystitogarana Rán HF og Ými HF. Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa, segir að skipin hafi bæði verið sett á sölu og að aflaheimildir þeirra verði færðar yfir á nýja skipið þegar takist að selja þau. Skipin eru þó enn að veiðum, Rán HF á úthafskarfaveiðum og Ýmir HF á rækjuveiðum.

Guðrún segir að gerðar verði þó nokkrar breytingar á skipinu til að laga vinnsluna um borð að íslenskum kröfum og aðstæðum, skipt verði um flökunarvélar til að bæta nýtingu, auka frystigetu með því að setja um borð lárétta frysta í stað lóðréttra, auk þess sem sett verður um borð ísvél og ný pökkunarvél sem hentar þeim pakkningastærðum sem útgerðin hefur unnið með. Skipið muni því ekki fara á veiðar fyrr en á næsta fiskveiðiári.

Þór var seldur úr landi 2014 og aflaheimildir hans til þriggja útgerða hér á landi.

Karelia síðar 2549. Þór HF 4. í dag Kholmogory. © Hafþór 2002.
Flettingar í dag: 396
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395037
Samtals gestir: 2007374
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 11:11:38
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is