Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

24.12.2017 09:59

Akraborg

Þessa flottu mynd af Akaraborginni og erlendu skemmtiferðaskipi tók Ágúst Guðmundsson.

Akraborgin hætti siglingum milli Akraness og Reykjavíkur þegar Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun.

Akraborgin var smíðuð 1974 í Noregi en var keypt hingað til lands 1982 og kom til heimahafnar 17. júní það ár.

í DV þann 19. júní mátti lesa þessa frétt:

Ný Akraborg lagðist að bryggju á Akranesi á 17. júní. Að sögn Viðars Vésteinssonar starfsmanns Skallagríms, eiganda Akraborgar, var fjöldi fólks staddur á bryggjunni við komu skipsins. Hann

sagði það mjög glæsilegt og að aðbúnaður farþega væri miklu betri en var í því eldra.

„Skipið tekur 70 til 75 fólksbíla og er því mun stærra en það gamla. Það tók mest 43 bíla. Sama áhöfn verður á nýja skipinu og við reiknum með að reksturskostnaður þess verði svipaður og hins,"sagði Viðar.

Nýja Akraborgin er byggð í Noregi árið 1974. Skipið er keypt frá Kanaríeyjum. Það var dótturfyrirtæki norska fyrirtækisins Fred Olsen sem gerði það út frá Kanaríeyjum.

Búizt er við að skipið fari sína fyrstu ferð, sem Akraborg, á fimmtudag.

 

Í dag er Akraborgin skólaskip Slysavarnarskóla sjómanna og á heimasíðu Landsbjargar má m.a. lesa eftirfarandi:

Sumarið 1998 eignaðist Slysavarnafélag Íslands, nú Slysavarnafélagið Landsbjörg, nýtt skip til að leysa það eldra af hólmi. Þá gaf ríkisstjórn Íslands félaginu ferjuna Akraborg til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Skipið var þá um það bil að hætta siglingum vegna tilkomu Hvalfjarðarganganna. Var skipinu gefið nafnið Sæbjörg er það var afhent 12. júlí 1998. Fóru fram umtalsverðar breytingar á skipinu svo það hentaði til nota sem skólaskip, en starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna hófst í nýrri Sæbjörgu í október 1998.

1627. Akraborg. © Ágúst Guðmundsson.
Flettingar í dag: 618
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395259
Samtals gestir: 2007413
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 19:21:19
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is