Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

28.08.2017 14:18

Kaldbaki EA 1 gefið formlega nafn

Sl. laugardag var Kaldbaki EA 1 formlega gefið nafn á Akureyri. Svo segir frá á heimasíðu Samherja:

Hinu nýja og glæsilega skipi Kaldbaki EA 1 var formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn kl.14.00 laugardaginn 26.ágúst.

Athöfnin fór fram á Togarabryggjunni við ÚA og Kolbrún Ingólfsdóttir, einn eigenda Samherja gaf nýja skipinu nafn með formlegum og hefðbundnum hætti. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og  Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra fluttu ávörp við þetta tilhefni og leikur Lúðrasveitar Akureyrar jók á hátíðleika athafnarinnar.

Eftir athöfnina á bryggjunni var boðið upp á veitingar í matsal ÚA.

Þar var þess minnst að 70 ár eru liðin frá því Kaldbakur EA 1 fyrsta skip Útgerðarfélags Akureyringa  kom til landsins og að 60 ár eru liðin frá því að frystihús ÚA var tekið í notkun.

Af öllum þessum tilefnum færði Samherjasjóðurinn Vinum Hlíðarfjalls að gjöf Skíðalyftu, afhenta á Akureyri.

Haukur Sigtryggur var á Akureyri og tók meðfylgjandi myndir við athöfnina.

 
 
 
 

 

Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 110
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397632
Samtals gestir: 2007818
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 16:59:02
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is