Dorado"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

31.07.2017 18:07

Dorado

Dorado heitir þessi togari sem Óskar Franz myndaði fyrir helgi koma til hafnar í Reykjavík. Þetta nafn er nýkomið á hann en það er fyrirtæki tengt Samherja sem á hann. Heimahöfnin er Liepaja í Lettlandi.

Togarinn var smíðaður 1987 fyrir Færeyinga og hét upphaflega Skalafjall, síðar Beinir og Akraberg. Þá Polonus (Pólland), Tunu (Grænland) og aftur Polonus og nú Dorado.

Meðan togarinn hét Akraberg kom hann tvisvar inn á Íslenska skipaskrá, fyrst síðla árs 2003 sem Akraberg GK 210, og aftur haustið 2004 sem Akraberg EA 410. Bæði skiptin í um þriggja mánaða skeið. 

YLPB. Dorado LVL 2156 ex Polonus. © Óskar Franz 2017.

 

YLPB. Dorado LVL 2156 ex Polonus. © Óskar Franz 2017.
Flettingar í dag: 441
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 833
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 9400368
Samtals gestir: 2008289
Tölur uppfærðar: 14.12.2019 07:07:58
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is