Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.12.2014 13:14

Skötuveisla að venju hjá Adda

Kl. 12:00 á Þorláksmessudag var mæting í skötuveisluna hjá Adda stýssa og við feðgar mættum á slaginu enda tilhlökkunin fyrir siginfiskinum mikil :)

Veislan var að venju í verbúð Adda í gamla frystihúsi K. Þ  sem nú hýsir hvalasafnið og vel var mætt. Aldursforsetinn Siggi stýssi lét sig þó vanta þar sem hann og Hlín dvelja í Reykjavík þessi jólin

Veitingarnar voru glæsilegar, skatan að vestan, siginfiskurinn (sem Addi verkaði sjálfur), síldin að austan og rúgbrauðið bakaði dóttir Adda, Svava. Öllu þessu var gerð góð skil undir skemmtilegum sögum til sjávar og sveita. Takk fyrir mig Addi.

Addi að veiða skötuna upp úr pottinum.

 

Stjáni Össa er vel liðtækur í eldhúsinu.

 

Einar Magnúsar og Siddi Sigurbjörns fá sér á diskinn.

 

Þorgrímur Alla og Addi gestgjafi.

 

Svavar Cesar og Árni Logi.

 

Siddi Sigurbjörns og Hreiðar Olgeirs.

 

Stjáni, Einar og Svabbi.

 

Addi og Alli Bjarna.

 

Árni Logi og Siddi Sigurbjörns.

 

Vestfirðingurinn sagði skötuna mega vera sterkari.

 

Þá var komið að sögustund hjá Lojaranum...

Og menn hlýddu á. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 681
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9397017
Samtals gestir: 2007705
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 23:41:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is