Snemma í morgun var Lágey ÞH 265 að landa í Húsavíkurhöfn. Það er GPG fiskverkun á Húsavík sem er eigandi bátsins. Í aflanum var einn stærsti hlýri sem veiðst hefur við Ísland en hann var 32 kíló og 131 sentimetri að lengd. Nánar er sagt frá þessu á fréttavefnum 640.is
 |
Sverrir Þór skipstjóri heldur á ferlíkinu. © Hjálmar Bogi 2014. |
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson