Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

10.04.2014 20:11

Svona fór um sjóferð þá

Ég fór í sjóferð í gær sem var frekar í styttri kantinum þegar upp var staðið. En skemmtileg engu að síður. Þannig var að Addi skólabróðir hringdi og sagðist vera fara í prufusiglingu á Hafborginni. Og hann bauð mér með, aðallega svo ég gæti ekki farið að rífa mig síðar yfir því að hafa ekki verið boðið með. Hafborgu þessari hefur ekki verið siglt um nokkurra ára skeið og eftir endurbætur á bátnum sem og vélaskipti var komið að því. Hér koma nokkrar myndir sem segja sjóferðarsöguna í stuttu máli en eins og máltækið segir: Fall er fararheill.

Addi skipstjóri og útgerðarmaður ræðir málin við föður sinn á útleiðinni.

 

                 Við mættum bátum, m.a. Árna ÞH 127.

 

              Sigurður Sigurðsson skipstjóri.

 

             Vélin tók að hitna eftir að hosa gaf sig og þá var hringt eftir aðstoð.

 

      Óðinn kom á Frammaranum og tók okkur í tog.

 

                Landstím.

 

                       Það styttist í land og hásetinn Guðmundur klár i stafni.

 

                                                               Komnir inn í höfnina.

 

                       Hásetinn bindur að framan. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 833
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 9400398
Samtals gestir: 2008292
Tölur uppfærðar: 14.12.2019 07:30:45
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is