Það var hátíðarstund á bryggjunni í Rifi í dag þegar Magnús SH kom til heimahafnar eftir algjöra endurnýjun í skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi. Eins og kunnugt er var nær lokið við ýmsar breytingar á skipinu í fyrrasumar þegar eldur kom upp í því. Var í kjölfarið ákveðið að gera bátinn upp og virðist sem sú framkvæmd hafi tekist prýðilega eins og Fonsi vinur minn segir á Fésbókarsíðu sinni en hann tók þessa mynd og sendi mér.
 |
1343. Magnús SH 205 ex Sigurvon. © Alfons Finnsson 2014. |
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson