Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.02.2014 11:23

Dolsöy

Þessar myndir tók Hreiðar Olgeirsson á síldarmiðunum við Jan Mayen 1967 og sýnir nótaskipið Dolsöy kasta nótinni. Ljósmyndari hafði skrifað aftan á myndinni að um væri að ræða fullkomnasta nótaskip Norðmanna á þeim tíma en það smíðað 1966, eða ári áður en Dagfari ÞH sem myndirnar voru teknar úr.

Skipið heitir Dolsöy og ég prófaði að gúggla það og það eina sem kom upp var úr Þjóðviljanum, í dálki sem Jóhann J. E. Kúld skrifaði um fiskimál 24 janúar 1967:

 

"Tveggja þilfara línuveiðarar.

Á síðustu árum hafa komið fram á sjónarsviðið tveggja þilfara fiskiskip. Fyrst kemur þetta fram við smíði á skuttogurum, en nú hafa einnig verið smíðaðir nokkrir tveggja þilfaralínuveiðarar.

Akers Mekaniskeverksted í Noregi hefur t.d. smíðað tvö slík skip á sl. ári, 380 rúmlestir að stærð hvert. Þessi skip bæði eru sambland af síldveiðiskipi fyrir hringnótaveiðar og úthafslínuveiðara,búin tveimur sterkum hliðarskrúfum.

 

Síðara skipið af þessari nýju gerð var smíðað fyrir útgerðarfélag í Álasundi, sem tilheyrir fiölskyldunni Aarseth, sem á nú yfir 25 fiskiskip.

Þetta skip hlaut nafnið Dolsöy,en sömu menn áttu áður línuveiðara með þessu nafni, mikið afla- og happaskip. Hin nýja Dolsöy á að geta lestað 5000 hektólítra af síld, en vera þó með 1 metra fríborði á miðsíðu yfir sjó.

 

Hér kemur m.a.fram einn af kostum þess að þilförin eru tvö. Þá er stöðugleikahæfni þessa skips talin sérstaklega mikil. Ég hef átt þess kost að ræða við norskan siómann sem stundaði þorskveiðar á Grænlandsmiðum að vetrarlagi á tveggja þilfara línuveiðara.

Hann taldi kostina marga á slíku skipi þegar fiskað er á norðlægum slóðum, framyfir skipin af eldri gerðinni.

Þá telja ýmsir málsmetandi menn að kostir tveggja þilfara skipa við síldveiðar, þegar flytja skal farm um opið haf, séu miklir".

 

Hvort þetta sé umrætt skip ætla ég ekki að fullyrða en hér koma myndirnar.

 

Dolsöy M-26-VD © Hreiðar Olgeirsson 1967.

 

                                                                   Dolsöy M-26-VD © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395112
Samtals gestir: 2007386
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 12:18:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is