Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

24.12.2013 14:47

Skötuveisla hjá Adda stýssa

Við feðgar fórum að venju í skötuveislu til Adda stýssa og borðuðum siginn fisk sem fyrr. Veislan var í verbúðinni hjá Adda þar sem hún hefur alltaf verið og ekki get ég ímyndað mér betri stað fyrir hana. Veislugestir voru þeir sömu og fyrr nema það vantaði Alla Bjarna sem ákvað að fórna skötunni fyrir sólina á Tene. Þeir sem mættu voru auk okkar feðga Siggi Stýssi, Einar Ófeigur Magnússon, Siddi Sigurbjörnsson og Stjáni Össa. Að ógleymdum Lojaranum. Og veislan maður, að sögn þeirra semskötuna borðuðu var hún góð enda sérpöntuð að vestan. Síjarinn klikkaði ekki og síldin afbragðsgóð enda að austan. Með þessu bauð Addi upp á kartöflur, rófur, rúgbrauð og egg ásamt drykkjum góðum. Sem sagt eðalveisla og takk fyrir mig skólabróðir.

Kræsingarnar settar upp á disk. 

 

Og stærðarinnar fat, ekki mátti það nú minna vera.

 

Menn tóku vel til matar síns.

 

Veisluborðið hlaðið kræsingum.

 

Það kom ein og ein sagan og höfðu menn gaman af.

 

Feðgar hlýða á sagnameistarann.

 

Aflaklóin Siggi stýssi varð 85 ára á dögunum.
 
Og fleiri sögur voru sagðar.

 

Sigurður Sigurðsson skipstjóri.

 

 

 

 

Flettingar í dag: 396
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395037
Samtals gestir: 2007374
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 11:11:38
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is