Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.08.2013 23:27

Náttfari og G.Vil

Eftir að hvalaskoðun lauk í dag var Náttfari færður að Suðurgarðinum vegna slæmrar veðurspár og allur er jú varinn góður. Það væri svo sem ekki í frásögu færandi nema frá er því að segja að allmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Suðurgarðinn í sumar. Verið er að endurnýja bryggjuna og í stað gamla gjörónýta stálþilsins kemur glæsileg harðviðarbryggja. Og við hana lagðist Náttfari fyrstur báta fyrir utan strandveiðibátinn Seig EA sem lá þar einn morguninn fyrir skömmu. Ég tók nokkrar myndir við þetta tækifæri en vegna mikillar rigningar þá stundina urðu þær færri og verri en ella.

 
993. Náttfari við nýja viðlegukantinn. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

Guðmundur Vilhjálmsson var vélstjóri á Náttfara í dag. © HH 2013.

 

 

 

Flettingar í dag: 521
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 833
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 9400448
Samtals gestir: 2008294
Tölur uppfærðar: 14.12.2019 08:01:10
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is