Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

12.08.2013 19:32

Ný Cleopatra 36 til Vesterålen

Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Bø í Vesterålen sem er í Nordlandsfylki í Noregi.

Kaupandi bátsins er Ansten Albrigtsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

 

Báturinn hefur hlotið nafnið Bøbas.  Báturinn mælist 15brúttótonn.  Bøbas er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM11 610hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Simrad og Furuno.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til neta og handfæraveiða.

Búnaður til netaveiða kemur frá Lorentzen og Rapp í Noregi.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 

Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í ágúst.

 

                                        Böbas N-30-BÖ. ©Trefjar.is

Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 833
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 9400398
Samtals gestir: 2008292
Tölur uppfærðar: 14.12.2019 07:30:45
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is