Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

10.04.2013 16:41

Skonnortan Opal bætist í íslenska flotann

Norðursigling hefur fest kaup á nýrri skonnortu.  Opal er 32 metra löng, tvímastra skonnorta með 380 m2 seglaflöt, níu segl. Opal hefur káetur fyrir 12 farþega, í sex klefum, auk áhafnar. Um borð er 280 hestafla Scania vél og skipið er vel búið tækni- og öryggisbúnaði.

Opal er byggð sem togari í Damgarten árið 1952, eikarplankar á eikarbönd.  Árið 1973 tóku nýir, danskir eigendur við skipinu og á næstu átta árum þar á eftir var Opal breytt í skonnortuna sem hún er í dag. Í janúar síðastliðnum festi Norðursigling kaup á skipinu og er hún væntanleg til Húsavíkur um næstkomandi helgi.

Blásið hefur byrlega fyrir Opal í heimsiglingunni frá Ebeltoft í Danmörku og um Skotland. Nú er skonnortan undir fullum seglum við Færeyjar þaðan sem stefnan verður tekin á Húsavík og Opal fær nýtt hlutverk sem leiðangurs- og hvalaskoðunarskip hjá Norðursiglingu.

Með þessari viðbót hyggst Norðursigling byggja enn frekar undir framboð á skútusiglingum auk þess að mæta aukinni eftirspurn eftir lengri ferðum og leiðöngrum. (Fréttatilkynning)


Opal á siglingu.

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 9398073
Samtals gestir: 2007916
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 07:47:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is