Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

06.04.2013 10:55

Ný Cleopatra 50 afgreidd til Gamvik í Noregi

Nú á dögunum var afgreiddur nýr Cleopatra 50 bátur til Gamvik í Finnmörku sem er nyrst í Noreg.

 

Skipstjóri og aðaleigandi bátsins er Haraldur Árni Haraldsson.   Bátnum var siglt frá Íslandi til Norður Noregs um páska.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Aldís Lind. Báturinn er 15m langur og 4.65m breiður og mælist 30 brúttótonn.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 800hp tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad frá Sónar ehf og FAJ ehf.


Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum WESMAR hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða með yfirbyggðu vinnudekki.  Beitningavél og rekkakerfi fyrir 25.000 króka er frá Mustad. 


Línuspil og færaspil er frá Beiti ehf.

Löndunarkrani af gerðinni TMP 300L frá Ásafli ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 23 stk. 660 lítra og 19 stk. 400L kör í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar, eldunaraðstöðu með öllum nauðsynlegum búnaði.

 

Báturinn hefur þegar hafið veiðar í Noregi.

 Aldís Lind. © Trefjar 2013.

Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 9398130
Samtals gestir: 2007925
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 09:35:04
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is