Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

10.02.2013 20:35

Níels Jónsson

Hér koma myndir sem Jón Ingi Guðmundsson tók af Níels Jónssyni koma inn i slippinn á Akureyri í dag. 

Báturinn hafði verið að byrja draga þorskanetin í morgun út af Gjögrum þegar stýrið hætti að virka.

Árni Halldórsson skipstjóri og áhöfn hans dóu ekki ráðalausir og komust í land af sjálfsdáðum með því að stýra með fiskikari. 

Notuð þeir bómuna og fiskikar með sjó í til að beygja á bæði borð.

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var við æfingar á Jóni Kjartanssyni út af Fjörðunum og fylgdu félagar úr sveitinni bátnum inn til Akureyrar. 

Mjög hvasst var og mikið rek.7717. Jón Kjartansson - 1357. Níels jónsson EA 106. © Jón Ingi 2013.6574. Toni - 1357. Níels Jónsson EA 106. © Jón Ingi 2013.Komið að slippnum. © Jón Ingi Guðmundsson 2013.

Ekki veit ég hvaða andskotans flipadrasl þetta er í færslunni en nenni ekki að elta ólar við það.Flettingar í dag: 590
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401295
Samtals gestir: 2008463
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 23:10:56
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is