Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.12.2012 23:59

Skötuveisla í skúrnum hjá Adda

Við feðgar fórum í skötuveislu í verbúðina til Adda stýssa í dag, Þorláksmessu. Borðuðum reyndar siginn fisk sem var í boði en slepptum skötunni. Fínn matur síjarinn. Aðrir veislugestir borðuðu skötuna af bestu list en hún kom frá Lionsmönnum að vestan.

Ekki má gleyma kartöflunum, rófunum, hamsatólgnum né rúgbrauðinu eða síldinni og eggjunum. Snilldarveisla sem krydduð var með góðum sögum og þar fór Lojarinn fremstur í flokki.

Aðrir veislugestir voru sem fyrr Siggi stýssi, Alli Bjarna, Siddi Sigurbjörns, Kristján Össa, Einar Ófeigur Magnússon.Addi að færa dýrindis veitingar upp á fat. © Hafþór 2012.Gestgjafarnir að standa sig. © Hafþór 2012.Og menn tóku til matar síns. © Hafþór 2012.Árni Logi, Hreiðar og Sigurjón. © Hafþór 2012.Siggi fær sér meira. © Hafþór 2012.Einar Ófeigur Magnússon stýrimaður á Laugarnesinu. © Hafþór 2012.Meindýraeyðirinn og skipstjórar tveir. Og hófst nú sögustund. © Hafþór 2012.
Flettingar í dag: 529
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397556
Samtals gestir: 2007814
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 15:23:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is