Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.07.2012 22:28

Yfir þúsund farþegar í dag

"Þetta er stærsti dagur í sögu fyrirtækisins hvað farþegafjölda varðar" Sagði Þórunn Harðardóttir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Norðursiglingu í kvöld en rúmlega eitt þúsund farþegar fóru í hvalaskoðun með bátum fyrirtækisins í dag.

956 fóru með bátum frá Húsavík en 66 með Knerrinum sem siglir frá Ólafsfirði á hvalaslóðir Eyjafjarðar.

 

Til að anna öllum þessum fjölda farþega fékk Norðursigling eikarbátinn Húna II frá Akureyri til  liðs við sig.  Að sögn Þórunnar gekk þetta allt snuðrulaust fyrir sig og farþegar sáu hvali í öllum ferðum dagsins.

Þórunn segir vaxandi straum ferðamanna til Húsavíkur þessa dagana skýra þennan mikla fjölda en einnig séu farþegar í ferðum dagsins sem ekki komust  í hvalaskoðun í gær þar sem bræla var á Skjálfanda fram eftir degi.

Hjá Gentle Giants hefur dagurinn einnig verið góður, stökkvandi hnúfubakar og höfrungar hafa glatt augu farþega  fyrirtækisins. "Sannkölluð hvalaveisla" Sagði Daniel Annisius en farþegar dagsins voru vel á fjórða hundraðið.


Lagt úr höfn í hvalaskoðun. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

Flettingar í dag: 441
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395082
Samtals gestir: 2007378
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 11:46:40
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is