Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

16.07.2012 22:13

Celebrity Eclipse

Þar sem éger nokkuð viss um að einhverjir eru búnir að fá leið á þessum endalausu smábátamyndum þá set ég hér tvær myndir af Celebrity Eclipse sem seint verður talið til smærri skipa. Þá fyrri tók ég á Hjalteyri og siglir skipiðhraðbyri út fjörðinn langa. Laufásbærinn sést handan fjarðarins fyrir framan stefnið. Hina myndina tók ég tveim tímum síðar á Gónhól norðan Húsavíkur. Þar má sjá skipið sigla við sjónarrönd og nokkuð ljóst að það sullast áfram.Celebrity Eclipse. © Hafþór Hreiðarsson 2012.Celebrity Eclipse með Lundey í forgrunni. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 441
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395082
Samtals gestir: 2007378
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 11:46:40
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is