Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

21.03.2012 16:09

Galti seldur til Raufarhafnar

Hólmsteinn Helgason ehf.  á Raufarhöfn hefur keypt Galta ÞH af samnefndri útgerð hér á Húsavík og heldur hann til grásleppuveiða á næstu dögum.

Nýir eigendur hafa tekið við bátnum og í dag var verið að taka veiðarfærin um borð í Húsavíkurhöfn. Hólmsteinn Björnsson var þar að verki og með honum Þorkell Marínó Magnússon sem áður var skisptjóri á Lágey ÞH. Hólmsteinn lét af störfum nýverið sem framkvæmdarstjóri Ísfells ehf. til tuttugu ára en það fyrirtæki stofnaði hann ásamt Pétri bróður sínum, sem alla tíð hefur verið stjórnarformaður fyrirtækisins, Páli Gestssyni og Jóni Leóssyni í janúar 1992.

Að sögn Hólmsteins mun Galti fá nafnið Bryndís ÞH 164 en fyrir gera þeir út tvo báta, Kristinn ÞH 163 sem nú er á grásleppuveiðum, og Víking ÞH 264. Þá á fyrirtækið Brimrúnu ÞH sem ekki hefur verið gerð út um tíma.


2385. Galti ÞH 320 verður Bryndís ÞH 164. © Hafþór 2012.


Hólmsteinn Björnsson um borð í Galta. © HH 2012.

Flettingar í dag: 386
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401091
Samtals gestir: 2008412
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 08:18:04
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is