Hér sjáum við mynd af nýja Sigga Bjartar ÍS 50 við bryggju í Bolungavík. Hana tók Hallgrímur Óli Helgason en eins og flestir vita sem hér koma hét þessi bátur áður Happadís GK 16. Happadísin var gerð út á línu með beitningarvél um borð en nýju eigendurnir róa með landbeitta línu.

2652. Siggi Bjartar ÍS 50 ex Happadís GK 16. © HÓH 2011.