Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.07.2011 00:19

Árni Björn kynnti síðuna sína á Sail Húsavík

Margt og mikið var í boði í dagskrá Sail Húsavík og ekki komst maður nú yfir það allt saman. En eitt lét ég þó ekki framhjá mér fara. Það var þegar Árni Björn Árnason á Akureyri hélt erindi um borð í Húna II. Þar kynnti hann vefsíðu sína, aba.is , sem eins og margir vita er upplýsingavefur um eyfirska báta og bátasmiði. Myndirnar hér að neðan tók ég að kynningunni lokinni en þá var spjallað saman um báta, bátasmiði, varðveislu eikarbáta og bátabrennur komu einnig við sögu.


Á efri myndinni eru sveitungarnir Valgerður Sverrisdóttir og Árni Björn að hlýða á Steina Pjé. Á þeirri neðri eru þeir að ræða málin Þorvaldur, sem átti Húna II en hann og kona hans björguðu þessum bát frá eyðileggingu, bátasmiðurinn Gunnlaugur og eldhuginn og einn forsvarsmanna Húna II í dag, Steini Pjé.
Valgerður Sverrisdóttir og Árni Björn Árnason.
 

             
Fv. Þorvaldur á Húna, Gunnlaugur Traustason og Steini Pjé. © Hafþór 2011.

Flettingar í dag: 421
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398744
Samtals gestir: 2008035
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 06:00:17
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is