á þessari mynd er Pirola á ssiglingu á Skjálfanda í morun. Um hana segir á heimasíðu Sail Húsavík:
Pirola er sögulegt skip sem var líklegast tekið í notkun um 1910 og var það líklega notað sem flutningaskip í strandsiglingum. Árið 1947 var hún endursmíðuð og fékk sína fyrstu vél. Fram til 1969 hér skipið "De drie Gebroders" en með sölu til Borkum fékk það nafnið Pirola.
Eftir tíð eigandaskipti var skipið komið í hörmulegt ástand og sökk á endanum í sandinn, en árið 1983 keypti Elbarms Roland Aust ásamt vinum sínum skipið og fram til 1990 voru þeir að gera það upp. Til að bæta siglinga getu fékk skipið einnig 17 tonna kjölfestu.

Pirola. © Hafþór Hreiðarsson 2011.