Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

28.06.2011 19:09

Draumur kemur í stað Viktors

Bátaferðir á Dalvík hafa staðið í bátaskiptum að undanförnu. Fyrirtækið keypt Draum frá Akureyri, 24 brl. bát sem áður hét Hinni ÞH 70, og seldi minni bát sem Viktor heitir. Kaupandi hans er Hermann Beck sem ætlar á strandveiðar á bátnum auk ferðaþjónustu.

Að sögn Freys Antonssonar framkvæmdarstjóra Bátaferða er þetta talsverð stækkun, Viktor er með leyfi fyrir 15 farþega en hann reiknar með að Draumur fái leyfi fyrir 42 farþega. "Megin starfsemi okkar er hvalaskoðun en annars er hægt að leigja bátinn á sjóstöng eða í hvernig siglingu sem er". Segir Freyr en hér er hægt að skoða heimasíðu fyrirtækisins.1547. Draumur - 1153. Viktor. © Hafþór Hreiðarsson.

Flettingar í dag: 459
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397486
Samtals gestir: 2007798
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 13:25:01
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is