Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

31.03.2011 20:48

Héðinn með risakast

Jón Ármann Héðinsson sendi mér þessa mynd af Héðni ÞH 57 sem þeir bræður áttu og kom nýr árið 1966. Myndin er tekin 1967 við Svalbarða og er Héðinn með  gott síldarkast á síðunni. Það stærsta þegar þarna var komið í sögu síldveiða. 840 tonn sem skiptist á fjóra báta. 450 tonn fóru umborð í Héðinn sem var fullfermi og restin í hina þrjá. Þegar búið var að tæma nótina og ganga frá var stefnan sett á 180° og siglt áleiðis til Raufarhafnar og tók siglingin þangað fimm sólarhringa. Jón Ármann kvikmyndaði þessa veiðiferð á 16 mm. vél og nokkuð ljóst að gaman væri að sjá þá mynd.  1006. Héðinn ÞH 57. © Úr safni Jóns Ármanns Héðinssonar.

 
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 9401357
Samtals gestir: 2008473
Tölur uppfærðar: 16.12.2019 00:13:06
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is