Sighvatur GK 57 kom til hafnar á Húsavík núna á sjötta tímanum og tók ég þessa mynd þá. Enda langt síðan ég hef myndað hann. Síðast í fyrra. Sighvatur hefur verið að veiðum hér við norðausturhornið að undanförnu og landaði síðast sl. fimmtudag. Aðspurður sagði einn skipverjanna mér að aflinn í þessum túr væri um 70 tonn.
975.Sighvatur GK 57 ex Bjartur. © Hafþór Hreiðarsson 2011.