Það er gaman þegar skrifuð eru álit við myndirnar og ég tala nú ekki um
ef það leiðir til umræðu um myndefnið. En þau geta líka leitt til
fleiri mynda eins og gerðist í dag þegar vinnufélagi minn gaukaði að
mér mynd af drekkhlöðnum loðnudalli við bryggju á Húsavík. Valur
skrifaði nefnilega álit við myndina af Bessa í gær sem hljóðaði svo:
Minnir mann á loðnubátana :) (Kannski ekki rétt að segja hljóðaði því
það kom ekkert hljóð)
En sem sagt vinnufélagi minn las þetta og hugsaði með sér að það væri nú ekkert mál að sýna það að Húsvíkingar veiddu líka loðnu á trillurnar sínar. Og hér er mynd af Hróa Guðmundar Baldurssonar smekkfullum af loðnu og er það Ásþór heitinn Sigurðsson sem er með háfinn en þeir félagar eru greinilega byrjaðir löndun.
Hrói ÞH 29. © Jósef Matthíasson 1983.