Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

31.12.2010 11:17

Vilja verja sjómannaafsláttinn

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í gær og var Björn Valur Gíslason alþingismaður gestur fundarins. Fundurinn var óvenju langur og fjörugur en hann hófst kl. 16:00 og var slitið formlega upp úr kl. 20:00

 

Óformlegum samræðum var þó fram haldið fram að miðnætti. Í heildina stóðu umræður því yfir í átta klukkutíma. Fundarmenn voru mjög ánægðir með starfsemi deildarinnar á starfsárinu. Þá gáfu fundarmenn sér einnig góðan tíma til að ræða kjaramál og málefni lífeyrissjóða.

 

Stjórnin var endurkjörin en hana skipa, Jakob G. Hjaltalín, Haukur Hauksson, Björn Viðar, Stefán Hallgrímsson og Kristján Þorvarðarson.


 

Á fundinum kom fram krafa um að álykta um sjómannaafsláttinn og aðild atvinnurekenda að stjórnum lífeyrissjóða.

Ályktunin er eftirfarandi:

Sjómannadeild Framsýnar- stéttarfélags Þingeyinga samþykkti samhljóða  á aðalfundi sínum í gær ályktun um sjómannaafsláttinn og aðild atvinnurekenda að stjórnum lífeyrissjóða. Ályktunin er eftirfarandi:

"Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar, stéttarfélags krefst þess að stjórnvöld falli frá áformum um að leggja niður sjómannaafsláttinn í áföngum á næstu árum. Þá beinir félagið þeim tilmælum til Sjómannasambands Íslands að ekki verði skrifað undir nýjan kjarasamning við LÍÚ, nema fyrir liggi yfirlýsing frá stjórnvöldum, um að þeir muni breyta lögum þannig að sjómannaafslátturinn fari að virka aftur með sambærilegum hætti og verið hefur.

Þá leggur Sjómannadeild Framsýnar áherslu á að Sjómannasambandið beiti sér fyrir því að stjórn Lífeyrissjóðsins Gildi verði skipuð sjóðfélögum með þekkingu á lífeyrissjóðsmálum og sem hafa hagmuna að gæta en ekki atvinnurekendum."

Meira má lesa frá fundinum á heimasíðu stéttarfélaganna.

Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396560
Samtals gestir: 2007594
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 07:27:04
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is