Þessi mynd Hreiðars Olgeirssonar birtist á árdögum þessarar síðu en nú er hún birt aftur. Síðuritari hefur farið örlítið fram við myndvinnslu og búið er að laga þessa mynd dulítið og hreinsa. Þetta er samt ekki eins og á síðum margra glanstímaritanna þar sem fólk er nánast óþekkjanlegt eftir vinnslu myndanna og eftir stendur að sem fyrr er það Örn RE 1 sem er á myndinni.
1012.Örn RE 1. © Hreiðar Olgeirsson.