Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

28.12.2010 18:51

Skata var það heillin

Addi stýssa skólabróðir og fyrrum skipasfélagi bauð mér í skötuveislu á Þorláksmessu sem ég og þáði. Kristján Arnarson var með honum í þessu og var veislan haldin í skúrnum hjá Adda en hann gerir út Þingey ÞH og Siggi pabbi hans Vin ÞH. Kartöflurnar, rófurnar og rúgbrauðið var hið mesta lostæti og þá nartaði ég í skötuna sem kom vestan úr Hnífsdal fyrir milligöngu Ásgeir Hólm útgerðamanns á Auði ÞH en hann er að vestan.

Arnar Sigurðsson fylgist með að allt sé undir control við matreiðsluna. © HH 2010.


Kristján Arnarson bauð til veislunnar með Arnari. © HH

Þessir fyrrum nótaskipstjórar létu sig ekki vanta. © Hafþór 2010.

Addi saddur en fékk sér nú samt meira. © HH.
Flettingar í dag: 251
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396587
Samtals gestir: 2007595
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 07:58:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is