Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.09.2010 15:41

Í góðum byr á Skjálfanda

Mér bauðst í morgun að fara í siglingu á skonnortunni Hildi sem ég og þáði. Það var fallegt veðrið við Skjálfanda, sunnanátt og góður byr. Reyndar dró ský fyrir sólu og sú gula reyndi að brjótast fram og tókst það annað slagið. Eins og áður segir var góður byr í seglum og bæði stagvent og kúvent eins og sagt er á siglingamáli. Í þessum góða byr náði Hildur allt að átta sjómílna hraða og gaman var að sigla svona hljólaust um flóann. Og ekki skemmdu Kinnafjöllin fyrir með sína snæviþöktu toppa. Þá fór ég í Zodiak og Hildur mynduð á siglingu.

1354.Hildur. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

1354.Hildur ex Héðinn ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2010.
Flettingar í dag: 649
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 688
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 9224562
Samtals gestir: 1990566
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 08:35:50
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is