Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.12.2009 16:55

Völusteinn kaupir þrotabú Festar

Á dv.is kemur fram að skrifað hafir verið undir samning milli Jóns Auðunar Jónssonar, skiptastjóra þrotabús útgerðarfyrirtækisins Festar ehf. í Hafnarfirði og eigenda Útgerðarfélagsins Völusteins ehf., um að Völusteinn kaupi allan rekstur og eignir þrotabúsins, sex báta, fiskvinnslu og aflaheimildir. Kaupverðið er 3,2 milljarðar króna.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbankanum.

Útgerðarfélagið Völusteinn ehf. er í eigu Ólafs Jens Daðasonar skiptstjóra og Gunnars Torfasonar sjávarútvegsfræðings.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist sölu þrotabúsins í umboði skiptastjóra. Tilhögun sölunnar var kynnt með auglýsingu 4. desember og var mikill áhuga á eignunum enda óskuð 104 aðilar eftir gögnum um þær og bárust skiptastjóra 36 óskuldbindandi tilboð.

Þann 23. desember bárust fimm bindandi tilboð. Skrifað var undir kaupsamninginn í dag.

Hinir nýju eigendur hafa lýst því að reksturinn verði endurskipulagður strax í janúar, að fiskvinnslan verði áfram starfrækt í Hafnarfirði og að kappkostað verði að verja þau störf sem fyrir eru.

Fyrir gerir Útgerðarfélagið Völusteinn út línubátinn Hrólf Einarsson ÍS 255 frá Bolungarvík. Með kaupunum verða aflaheimildir fyrirtækisins 1.988 þorskígildi.

2690.Björgmundur ÍS nú Hrólfur Einarsson ÍS. © Hafþór 2007.

Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399351
Samtals gestir: 2008143
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 05:07:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is