Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

28.11.2009 12:04

Snæfellið nýrunnið í sjó fram árið 1943

Hér kemur mynd sem Hafliði nokkur Óskarsson sendi mér og sýnir Snæfellið nýrunnið í sjó fram árið 1943. Ég skrifaði eftirfarandi á síðuna fyrir löngu með annari mynd af skipinu:

Snæfell EA 740, 165 brl. eikarskip sem smíðað var 1943 hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri fyrir Útgerðarfélag KEA. Upphaflega var í skipinu 434 hestafla Ruston aðalvél en árið 1962 var sett í það 600 hestafla Wichmann. Skipið var talið ónýtt og teki af skrá 22. október 1974. Þessar heimildir eru úr bókinni Íslensk Skip. Snæfellið lá við bryggju á Akureyri í einhver ár uns það var dregið út á Grímseyjarsund og því sökkt.

Hafliði segir þessa mynd vera úr safni Einars Vilhjálmssonar en er ekki viss hver ljósmyndarinn er.


195.Snæfell EA 740. Úr safni H.Ó.
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399307
Samtals gestir: 2008136
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 04:36:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is