Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.11.2009 19:53

Sigurður Hallmarsson heldur málverkasýningu í tilefni áttræðisafmælis síns

Sigurður Hallmarsson verður áttræður nk. þriðjudag og í tilefni af því opnaði hann málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík í gær. Nokkur hundruð manns voru viðstaddir opnunina enda hefur hann frá unga aldri komið víða við í mann- og menningarlífi húsvíkinga. Ég gat því miður ekki verið við opnunina enn fór á föstudaginn og kíkti á þegar verið var að hengja verkin upp. Tók þá m.a. mynd af þessu málverki Didda af trillu einni sem lengi var í húsvíska flotanum. Og er nú geymd í porti við Sjóminjasafnið á Húsavík.


Bjarki ÞH 271. Málverk Sigurðar Hallmarssonar.

Vil bara benda þeim á sem tækifæri hafa á að sjá þessa sýningu að láta hana alls ekki fram hjá sér fara. Hún er í Safnahúsinu á Húsavík og er opin frá kl.13:00-17:00 til og með 29. nóvember nk.

 
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399307
Samtals gestir: 2008136
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 04:36:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is