Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

27.09.2009 16:32

Afi Olli heiðraður á sjómannadaginn 1994

Ég var að grúska í gömlum filmum í safni mínu í dag og fann m.a. þessa mynd sem ég tók á sjómannadaginn 1994. Þá var afi minn heitinn, Olgeir Sigurgeirsson, heiðraður af sjómannadagsráði Húsavíkur. Á myndinni er hann ásamt Kristjáni Ásgeirssyni sem sá um að heiðra hann fyrir hönd sjómanndagsráðs.

Í Morgunblaðinu birtist eftirfarandi frétt nokkrum dögum síðar:

Sjómaður heiðraður á Húsavík.

­ Heiðraður var á sjómannadaginn á Húsavík að þessu sinni Olgeir Sigurgeirsson en ævistarf hans hefur verið tengt sjónum. Olgeir fór unglingur til sjós um 1940 og var á hinum ýmsu bátum og skipum til ársins 1961 að hann hóf eigin útgerð með sonum sínum er þeir keyptu sér 10 tonna bát. Árið 1969 keyptu þeir feðgar útgerðarfélagið Korra og með því 37 tonna bát og þá fór starf Olgeirs að færast til útgerðarstjórnar í landi því félagið hóf brátt fiskverkun. Nú á Korri hf. tvö um 190 lesta skip, Kristbjörgu ÞH 44 og Geira Péturs ÞH 344, og er Olgeir framkvæmdastjóri þeirra skipa en synir hans skipstjórar.


Flettingar í dag: 441
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395082
Samtals gestir: 2007378
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 11:46:40
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is