Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.08.2009 21:44

Kofri ÍS 41 á toginu

Kofri ÍS 41 var samkvæmt skipaskrá smíðaður af Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. líkt og systurskipið Gunnjón GK 506. Ekki mun Hafliði samþykkja þetta hljóðalaust þar sem skipsskrokkarnir komu frá Noregi og kláraðir í Njarðvík. Kofri hét upphaflega Sólrún ÍS 1 og var í eigu Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík. Sólrún ÍS var afhent eigendum sínum vorið 1984 að ég best get séð en síðla árs 1990 kaupir Frosti hf. í Súðavík skipið og nefnir það Kofra ÍS 41. Kofri ÍS 41 brann á rækjumiðunum um 100 sjm. norður af Skaga í byrjun febrúar 1996. Togarinn Bessi ÍS 410 kom með flakið í togi til Ísafjarðar. Kofri fékk svo á einhverju stigi nafnið Öngull RE en eftir því sem Óskar Franz hefur sagt þá liggur flakið í höfn í Danmörku.


1679.Kofri ÍS 41 ex Sólrún ÍS 1. © Hreiðar Olgeirsson.

Flettingar í dag: 295
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401000
Samtals gestir: 2008406
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 07:11:51
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is