Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.07.2009 13:45

Bátadagar á Breiðafirði

Dagana 11-12 júlí sl. voru haldnir bátadagar á Breiðafirði að frumkvæði Bátasafns Breiðafjarðar. Ferðin tókst mjög vel og yfir 20 súðbirtir trébátar voru með í för. Á heimasíðu Bátasafns Breiðafjarðar segir svo frá ferðinni þann 14. júlí:

Um síðust helgi fóru fram Bátadagar 2009 á Reykhólum.  Það er áhugamannahópur um stofnun Bátasafns Breiðarfjarðar sem stendur að Bátadögum og var fjölmenn þátttaka í ár.  Hópur yfir 100 manns hélt úr höfn frá Stað á um 20 trébátum.  Siglt var í blíðskapar veðri um Breiðafjörðinn eins og dagskrá sagði til um.   Hópurinn fékk frábærar móttökur í eyjunum og slegin var upp matarveisla í Skáleyjum að hætti þeirra og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.  Áhugamannahópurinn vill þakka öllum þátttakendum fyrir frábær viðkynni, yndislega siglingu og vonast til að sjá sem flesta aftur að ári.

Þá segir
heimasíða Reykhólahrepps líka vel frá Bátadögumm 2009.


Siglt innan skerja á Bátadögum 2009. © Sig. Bergsveinsson 2009.

Grýluvogur í Flatey. © Hermann B. Jóhannesson 2009.
Bátasafn Breiðafjarðar

Flettingar í dag: 436
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397463
Samtals gestir: 2007795
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 12:50:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is