Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

28.05.2009 15:30

Eiður en þó ekki Evrópumeistarinn Guðjohnsen

Hér kemur aftur mynd af dragnótabátnum Eið ÓF 13. Það er nefnilega svo að alltaf er hægt að taka betri myndir en þær sem fyrir eru þó ágætar séu. Á ma´nudaginn þegar Eiður kom til hafnar á Húsavík var ég bara að keyra suður Stangarbakkann þegar ég sé bátinn koma fyrir Bökugarðinn. Það var snúið við á punktinum og rennt niður á Norðurgarð með þæer græjur sem í bílnum voru og teknar myndir. En í fyrradag vissi ég um komutíma hans og gat tekið þá linsu sem ég vildi nota og valið mér tökustað sem nota bene var á Bökugarðinum. Þá nær maður að mynda bátinn fyrr og oft á tíðum betri bakgrunnur. Þ.e.a.s þegar hann er kominn inn að Norðurgarðinum er meira sem truflar. Annars voru Hermann Daðason og hans menn á Eið með þrjú tonn af ýsu sem fengust í Öxarfirðinum.


1611.Eiður ÓF 13 ex Eiður EA 13. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397513
Samtals gestir: 2007801
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 13:56:01
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is