Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.05.2009 20:58

Olli í Skálabrekku

Afi Olli eða Olli í Skálabrekku eins og hann var jafnan kallaður hefði orðið 85 ára í dag ef hann hefði lifað en hann lést 20 febrúar 2006. Hann var útgerðarmaður frá árinu 1961 er hann stofnaði til útgerðar með sonum sínum Sigurði og Hreiðari. Síðar kom einn sonur til, Jón, inn í útgerðina en alls voru synirnir tíu.

Ég birti hér mynd sem tekin var af afa um 1980 þar sem hann var að gera við snurvoðina á Kristbjörginni í kvöldsólinni. Myndina tók held ég einhver af Víkurblaðsdrengjunum. Ég segi drengirnir enda voru þeir Jóhannes Sigurjónsson, Arnar Björnsson og Kári Arnór Kárason ekki gamlir þegar þeir stofnuðu Víkurblaðið.

Olgeir Sigurgeirsson útgerðarmaður. © Víkurblaðið.

Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397513
Samtals gestir: 2007801
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 13:56:01
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is