Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

24.04.2009 12:07

Koralnes sökk við Norður Noreg í morgun

Einn maður fórst, en 16 var bjarga þegar rússneskur togari sökk undan Norður-Noregi í morgun. Neyðarkall barst frá skipinu um klukkan sex í morgun að staðartíma og hélt fjöldi skipa ásamt þyrlu á vettvang.

Þyrlan náði tveimur mönnum úr sjónum, öðrum látnum, en hinn er sagður illa haldinn og var flogið með hann á sjúkrahús í Tomsö. Annar rússneskur togari bjargaði hinum skipverjunum 15, en þeir höfðu komist í björgunarbáta.

Þessa frétt mátti lesa á vef Ríkisútvarpsins í morgun og við nánari eftirgrennslan á netinu mun þetta vera togarinn Koralnes sem áður hét Strembingur og var gerður út frá Skopun í Færeyjum.

Upphaflega hét togarinn Polar Harvester og var smíðaður í Moen slip A/S og gerður út frá Noregi. Hann var tæpir 34 metrar á lengd og mældist 519 BT að stærð.

Hér má sjá mynd af Koralnes sem nú liggur á hafsbotni við norður Noreg.
Flettingar í dag: 251
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396587
Samtals gestir: 2007595
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 07:58:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is